800 g fiskflök
200 g sveppir
½ dós ananskurl m. safa
matarolía
1 laukur
½ blaðlaukur
2 gulrætur
2 paprikur
125 g smurostur
1 ½ dl léttmjólk
salt
pipar
paprikuduft
karrí
fiskteningur ef vill
Leggið fiskinn í ofnfast fat ásamt sveppum og ananas.
Saxið og léttsteikið grænmeti í olíu ásamt kryddi. Bætið ostinum í og bræðið.
Hrærið mjólkina saman við smátt og smátt. Kryddið. Hellið sósu yfir fiskinn og bakið í hálftíma á 200°C.