Fór í leikhús um daginn og sá Íslandsklukkuna.
Fyrsti kafli í bókinni er einn af uppáhaldsköflum mínum í heimsbókmenntasögunni.
Þess vegna þessi mynd:
Sýningin var góð.
Sýnishorn
by gryek
Fór í leikhús um daginn og sá Íslandsklukkuna.
Fyrsti kafli í bókinni er einn af uppáhaldsköflum mínum í heimsbókmenntasögunni.
Þess vegna þessi mynd:
Sýningin var góð.
Sýnishorn
by gryek
Ég fór að sjá Finnska hestinn í gær. Leikrit eftir Sirrku Peltola, eitt helsta leikskáld Finna nú um stundir.
Í umfjöllun um leikritið sagði m.a.:
“Bráðfyndið og snargeggjað verk um mergjað fjölskyldulíf og mál sem brenna á Íslendingum í dag!
Á bóndabæ í afskekktri sveit í Finnlandi er sambýlinu þannig háttað að faðirinn og móðirin eru fráskilin, en hafa ekki efni á því að flytja í sundur. Faðirinn fær að búa í einu herbergi á bænum, með eina hillu í ísskápnum, og þegar vel liggur á öðrum fjölskyldumeðlimum má hann fá kærustuna sína í heimsókn. Tannhvöss amma nuddar móðurinni sífellt upp úr því að hafa klúðrað lífi sínu með því að hafa setið fyrir nakin á sauna-dagatali, uppkominn sonurinn á allt til að vera mótórhjólatöffari nema hjólið og unglingsdóttirin “væntir mjög mikils af lífinu, bæði hvað varðar kærasta, föt, partý, kynlíf og annað sem gefur lífinu gildi”.
Já, það má til sanns vegar færa að þetta brennur á Íslendingum í dag.
Hesturinn var eiginlega íslenskur! Bæði í eiginlegri og yfirfærðri merkingu.
Og ömurlegar aðstæður þessa fólks, þar sem heimilið bókstaflega hrundi á meðan á leiksýningu stóð, voru líka íslenskar.
Örvænting fjölskyldunnar var svo mikil að enginn hafði orku aflögu til að láta falla fallegt og uppbyggilegt orð. Handritið samanstóð af nöldri og meiðyrðum.
Mér fannst það ekki fyndið. Mér fannst það hitta much too close for comfort.
by gryek
Ég fór á Peer Gynt um daginn, Uppfærsla Baltazars í Kassanum. Ég fór með hálfum huga.
Peer Gynt er þjóðargersemi Norðmanna. Nokkurs konar Hávamál eða Íslandsklukka okkar.
Mér leist ekki á að einhver íslenskur tilraunarmaður skyldi hakka það í sig og sviðsetja allan pakkann á geðveikrahæli.
En ég er ekki fordómafull. Ég mætti með opnum huga. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Það var bara flott hjá honum.
Mér leist vel á að láta stykkið hefjast á fundinum með hnappasmiðnum. Það gaf nýtt perspektíf á söguna.
Mér fannst það kalla fram sjónarhorn fórnarlambanna miklu skýrar. Þau urðu jafnmiklar aðalpersónur og Peer sjálfur.
Svona sjálfumglaðir menn hleypa venjulega ekki öðrum að í ævisögu sína, það snýst allt um þá sjálfa, þeir eru sjálfum sér næstir.
Mér fannst fínt hvernig hann kom tónlist Grieg að og heiðraði þannig menningararfinum mínum.
Mér fannst flott hvernig hann beitti vasapelanum.
Mér fannst leikurinn góður, þó að Peer hafi talað aðeins of hratt fyrir minn smekk, og óhjákvæmilega fallið aðeins í skugga Ingvars Sigurðssonar hnappasmiðs m.m. Ólafur Darri var magnaður Dofri. Hann er tröllslegur. Ólafía Hrönn aðeins of mónotón sem Ása.
Margt í sviðsetningunni var frábært.
Sólveig á skíðum var ekta jók, fæðing tröllkróans var áhrifamíkil, flott að nota útgöngudyrnar og snjóboltakast fyrir utan. Rúmin og tjöldin.
En allra flottast var Bøygen.
Senan þar sem Bøygen lagði Peer undir sig var mögnuð. Hún gleymist ekki.