Ég fór á Peer Gynt um daginn, Uppfærsla Baltazars í Kassanum. Ég fór með hálfum huga.
Peer Gynt er þjóðargersemi Norðmanna. Nokkurs konar Hávamál eða Íslandsklukka okkar.
Mér leist ekki á að einhver íslenskur tilraunarmaður skyldi hakka það í sig og sviðsetja allan pakkann á geðveikrahæli.
En ég er ekki fordómafull. Ég mætti með opnum huga. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Það var bara flott hjá honum.
Mér leist vel á að láta stykkið hefjast á fundinum með hnappasmiðnum. Það gaf nýtt perspektíf á söguna.
Mér fannst það kalla fram sjónarhorn fórnarlambanna miklu skýrar. Þau urðu jafnmiklar aðalpersónur og Peer sjálfur.
Svona sjálfumglaðir menn hleypa venjulega ekki öðrum að í ævisögu sína, það snýst allt um þá sjálfa, þeir eru sjálfum sér næstir.
Mér fannst fínt hvernig hann kom tónlist Grieg að og heiðraði þannig menningararfinum mínum.
Mér fannst flott hvernig hann beitti vasapelanum.
Mér fannst leikurinn góður, þó að Peer hafi talað aðeins of hratt fyrir minn smekk, og óhjákvæmilega fallið aðeins í skugga Ingvars Sigurðssonar hnappasmiðs m.m. Ólafur Darri var magnaður Dofri. Hann er tröllslegur. Ólafía Hrönn aðeins of mónotón sem Ása.
Margt í sviðsetningunni var frábært.
Sólveig á skíðum var ekta jók, fæðing tröllkróans var áhrifamíkil, flott að nota útgöngudyrnar og snjóboltakast fyrir utan. Rúmin og tjöldin.
En allra flottast var Bøygen.
Senan þar sem Bøygen lagði Peer undir sig var mögnuð. Hún gleymist ekki.