Lyse øyeblikk

Too close to home

Ég fór að sjá Finnska hestinn í gær. Leikrit eftir Sirrku Peltola, eitt helsta leikskáld Finna nú um stundir.
Í umfjöllun um leikritið sagði m.a.:

“Bráðfyndið og snargeggjað verk um mergjað fjölskyldulíf og mál sem brenna á Íslendingum í dag!

Á bóndabæ í afskekktri sveit í Finnlandi er sambýlinu þannig háttað að faðirinn og móðirin eru fráskilin, en hafa ekki efni á því að flytja í sundur. Faðirinn fær að búa í einu herbergi á bænum, með eina hillu í ísskápnum, og þegar vel liggur á öðrum fjölskyldumeðlimum má hann fá kærustuna sína í heimsókn. Tannhvöss amma nuddar móðurinni sífellt upp úr því að hafa klúðrað lífi sínu með því að hafa setið fyrir nakin á sauna-dagatali, uppkominn sonurinn á allt til að vera mótórhjólatöffari nema hjólið og unglingsdóttirin “væntir mjög mikils af lífinu, bæði hvað varðar kærasta, föt, partý, kynlíf og annað sem gefur lífinu gildi”.

Já, það má til sanns vegar færa að þetta brennur á Íslendingum í dag.
Hesturinn var eiginlega íslenskur! Bæði í eiginlegri og yfirfærðri merkingu.
Og ömurlegar aðstæður þessa fólks, þar sem heimilið bókstaflega hrundi á meðan á leiksýningu stóð, voru líka íslenskar.
Örvænting fjölskyldunnar var svo mikil að enginn hafði orku aflögu til að láta falla fallegt og uppbyggilegt orð. Handritið samanstóð af nöldri og meiðyrðum.

Mér fannst það ekki fyndið. Mér fannst það hitta much too close for comfort.

Comments are closed.