Lyse øyeblikk

(HEIM)SKAUTAFERÐ

Leave a comment

Ég hef ekki orðið vör við sérstakan áhuga Íslendinga á heimskautsvæðunum. En í mínu heimalandi eru þessi fjarlægu lönd mjög nálæg. Þau hafa skipt og skipta miklu máli í Noregi, sögulega, pólítiskt, vísindalega, menningarlega og fjárhagslega. Noregur er eina landið í heiminum sem á landsvæði bæði á norður- og suðurheimskautinu, og norska yfirráðasvæðið á Suðurskautslandinu er sjö sinnum stærra en Noregur í Skandinavíu.
Á þessu ári er þess minnst að öld er síðan maðurinn steig fyrst fæti á Suðurpólinn. Fyrsti fóturinn, reyndur fyrstu tíu fæturnir sem þar stigu niður voru norskir, og í tilefni af þessu hundraðára afmæli datt mér í hug að rifja upp þessa fræknu för og fara hundrað ár aftur í tímann, eða enn lengur, til ársins 1909.

Þá var Noregur ungt land, ekki nema fjögur ár síðan landið fékk sjálfstæði. Landið var fátækt og ómerkilegt og eins og öll ungmenni mikið í mun að sanna sig og sýna og öðlast viðurkenningu stórra þjóða. Verða eitthvað. Komast á kortið.
Frægasti Norðmaður þess tíma var án efa Fridtjof Nansen. Hann hafði unnið sér það helst til frægðar að ganga á skíðum þvert yfir Grænland og komast nær Norðurpólnum en nokkur annar hafði gert. Hann komst ekki alla leið, en ferðin var öll hin sögulegasta og aflaði honum hetjustatus. Hann gaf bæði Norðmönnum og heiminum þá ímynd af Norðmönnum að þeir voru karlar í krapinu sem hvergi nýti sín betur en í kulda og trekki á skíðum með lífið í lúkunum. Þar væru Norðmenn í essinu sínu.
Þá kom til sögunnar maður sem hét Roald Amundsen og var fæddur pólfari. Hann var ákveðinn í að taka upp þráðinn þar sem Nansen hafði orðið frá að hverfa. Hann ætlaði að verða fyrstu á Norðurpólinn.

Í 1909 var hann á fullu að undirbúa leiðangurinn. Hann hafði fengið lánað skip Nansen, Fram – sérhannað til ferðar í ísnum, til ferðarinnar. Hann hafði stuðning Nansens og konungurinn var verndari ferðarinnar og hafði meira að segja veitt fé til hennar úr eigin vasa. Hann var búinn að ráða mannskap. En þegar Amundsen var að verða ferðbúinn bárust þær fréttir vestan frá Ameríku að Robert Peary hafði náð á Norðurpólinn – og það sló Amundsen út af laginu. So what, sagði Nansen. Þú getur gert mikilvæga vísindalegar rannsóknir á þínum ferðum þó þú verður ekki fystur.
En Amundsen var ekki sáttur, að verða fyrstur var einmitt það sem hann hafði ætlað sér svo hann fór að vinna í plan B – Hann gat orðið fyrstur á Suðurpólinn. Hann sagði engum frá því og þegar skipið lét úr höfn í júni 1910 stóðu allir, meira að segja mannskapurinn um borð, í þeirri meiningu að þeir voru á leið á Norðurpólinn. Hið opinbera plan var að sigla suður um Ameríku, norður aftur og inn í ísinn norður af Alaska, svo menn voru í fyrstu ekki hissa þó siglt væri í suðurátt. Madeira var síðasti viðkomustaður áður en lagt var út á opið hafið og þar kallaði Amundsen alla á dekk og sagðist hafa í huga að gera smá útúrdúr á leiðinni á Norðurpólinn og koma við á Suðurpólinn fyrst þeir voru að fara svona langt í suður hvort eð var. Þeim sem ekki nenntu því var frjálst að fara í land og fá sín laun, en öllum var velkomið að koma með sem vildu. Menn hrópuðu ferfallt húrra og settust við að skrifa heim því þetta var síðasta landkenning í meira en ár. Amundsen varð að setjast niður og skrifa Nansen og kónginum og játa að hann hafði platað þá upp úr skónum, en það var það erfiðasta sem hann nokkurntíma hafði þurft að gera sagði hann síðar meir. Svo lögðu þeir í hann.

Fréttin fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina og vakti gríðarlegt umtal. Ekki síst vegna þess að breskur leiðangur undir stjórn Robert F. Scott var á leiðinni suður með sama markmið. Það var ljóst að framundan var hreint og beint kapphlaup Norðmanna og Breta um að koma fyrstir á Suðurpólinn. Þetta vakti jafnmikla umræðu og geimkapphlaup Rússa og Bandaríkjamanna seinna á öldinni, enda var ýmislegt líkt með þessum leiðangrum og seinni tíma tunglferðum.

Hóparnir höfðu svipaða áætlun. Að sigla suður og koma sér fyrir að sumarlagi þeas í januar/febrúar. Nota haustið í að undirbúa ferðina m.a. með því að ferja birgðir í áttina að pólnum fyrir veturinn, leggjast í híði yfir vetrartímann og leggja af stað þegar voraði í september ca.
Scott setti upp sínar búðir við McMurdoc sound. Það er einn af fáum stöðum þar sem er fast land undir fæti.
Amundsen setti upp búðir á stóru íshellunni 14. Januar 1911.

Mörgum fannst það óðs manns æði að slá upp búðir á ísnum, enginn vissi hversu traustur hann væri, en Amundsen tók áhættuna og græddi ymislegt á því. Þeir voru 96 km nær pólnum en Scott, vegalengdin var 1285 km og svo gátu þeir notað ísinn sér til framdráttar. Þeir útbjuggu vistarverur í ísnum, vinnustofur og geymslur svo þeir þurftu ekki að fara út í kuldann og óveðrið. Þeir innréttuðu meira að segja gufubað í jöklinum þar sem þeir létu fara vel um sig þó 40stiga frost væri úti. Og þeir útbjuggu kamar sem var mjög hugvitsamlegur. Þeir létu úrganginn renna út gegnum ísinn og þangað sem hundarnir voru, en Amundsen kom með rúmlega 100 sleðahunda með sér. En eins og menn vita eru hundar vanir að éta úrganginn úr sjálfu sér og  allt sem inniheldur vott af næringu. Þeir átu það. Einföld og brilliant lausn á mikilvægu vandamáli.
Þegar Scott frétti þetta kúgaðist hann og hneykslaðist á þessu villimönnum sem létu siðsemina lönd og leið.
Í þessu litla dæmi kristallaðist munur sem var á þessum tveimur leiðtogum og geymir kjarnann í skýringu þess að annar leiðangurinn tókst og hinn misheppnaðist.

Breski leiðangurinn var fulltrúi hins mikla og öfluga heimsveldis Breta. Þeir voru komnir til að sjá og sigra og leggja undir sig Suðurpólinn. Sigrast á andstæðingi, og andstæðingurinn var náttúran, hin óblíðu náttúruöfl ætluðu þeir að leggja undir sig með styrk og yfirburði mannsins. Þeir voru mannaðir hermönnum og sjóliðum, Scott sjálfur var sjóliðsforingi.

Norski leiðangurinn var af allt öðrum toga. Hann samanstóð af níu sjómönnum, veiðimönnun, handverksmönnum og skíðamönnum. Í hópnum var ólympíumeistari á skíðum. Þetta voru menn sem voru vanir og höfðu lífsviðurværi af náttúrunni í ís og óveðri og litu ekki á hana sem andstæðing. Þeir voru ekki komnir til að sigra náttúrunni. Þeir ætluðu að nota þekkingu sína á náttúrunni til að vinna með henni eins og fyrrnefnda litla dæmi sýnir. Þeir létu hundana éta úrganginn – nýttu eðli hundana til að leysa mjög mikilvægt vandamál. Þeir hefðu ekki gert þetta heima hjá sér, en hér ríktu önnur lögmál. Norðmennirnir þekktu lögmál náttúrunnar og nýttu sér þau. Bretarnir fluttu menninguna að heiman og ætluðu að hafa sömu gildi sem viðmið.
Báðir leiðangrar notuðu tímann fram að vetrinum til að ferja vistir suður í átt að pólnum og undirbúa leiðangurinn næsta vor. Það var undirstöðuatriði og forsenda að öruggar og nægar vistir væru aðgengilegar í svonefndum depot þegar menn væru á leið heim aftur.

Hér kemur annar munur í ljós. Bretarnir settu upp sín depot og merktu þeir með því að stinga fánastöng með svörtum fána í þá.
Amundsen og co höfðu verið úti að vetrarlagi áður og vissu að þreyttir menn í frosti og skafrenningi myndu aldrei finna staka fánastöng í blindbyl. Það þurfti að merkja betur. Þeir settu niður fána með kílómeters millibil í báðar áttir þvert á leiðinni og merktu með númer og átt svo auðvelt var að rekja sig að birgðunum. Til að þétta enn frekar netið ráku þeir skreið niður í ísinn milli fánanna í vissu þess að hundarnir myndu renna á lyktina – og síðan var hægt að taka upp fiskinn og éta hann. Einfalt en brilliant.
Þessu var lokið áður en pólarveturinn lagðist yfir og menn byrgðu sig inni. Nú sátu menn hver í sínum búðum og undurbjuggu sig sem best. Taugastríðið var mikið því mikið var í húfi, allt var lagt undir, ekki bara heiður og frægð heldur var þetta ekkert annað en kapphlaup upp á líf og dauða eins og átti eftir að koma í ljós.

Undirbuningur Amundsen var þaulskipulagður og útreiknaður. Þeir notuðu veturinn í látlausum undirbúningi. Þeir voru sífellt að bæta og hugsa græjurnar sínar upp á nýtt. Bjåland sem var yfirsmiður tókst að endursmíða sleðana og létta þá þannig að á endanum vóg hver sleði ekki nema 24 kg. Sleðarnir sem Scott hafði vógu 75 kg. Gamlar ljósmyndir úr herbúðum leiðangranna lýsa vel mismunandi skipulag hópanna. Í Framheim. búðum Norðmannanna, situr Amundsen við sama borð og hinir og vinnur sömu verk. Í búðum Bretanna situr Scott hugsi í sinni yfirmannavinnustofu, en hertignarlögmál giltu í búðunum og stéttaskipting augljós.

Amundsen hafði með sér 97 sleðahunda í ferðina. Þeas þeir voru 97 þegar lagt var af stað en 117 þegar þeir komu á leiðarenda. Hundarnir voru þaulvanir vinnuhundar og þoldu kuldann og aðstæður vel. Þeir fjölguðu sér og gátu étið það sem til var á staðnum, kjöt af hvali og sel og mörgæsum, þeir gátu meira að segja étið hver annan ef í það færi. Auk þess voru þeir endalaus uppspretta hláturs og umræðna manna á meðal og gáfu félagsskap og skemmtun í annars tilbreytingarlausa og taugastrekkjandi tilveru. Mennirnir tengdust þeim og fengu útrás fyrir tilfinningalegum þörfum.
Scott hafði líka með sér nokkra hunda og skíði. En Bretarnir kunnu ekki að skíða svo þeir höfðu líka meðferðis skíðakennara, og þeir kunnu ekki að keyra hunda og gáfust fljótlega upp á þeim. Aðalvopnið þeirra voru tveir vélsleðar og auk þess hesta, síberiska pónyhesta. Ókostur við bæði þessi farartæki var að þeir þurftu að hafa með sér allt eldsneyti, varahluti og fóður alla leið frá Englandi, og hvorki sleðarnir né hestarnir höfðu áður sannað sig við slíkar aðstæður.
Enda kom það í ljós að vélsleðarnir virkuðu ekki og hestarnir ekki heldur. Þeir þjáðust óendanlega í kuldanum og vindinum og gerðu tiltölulega lítið gagn áður en Bretarnir urðu að fella þá. Þetta gerði það m.a. að verkum að Scott gæti ekki lagt sitt depot eins sunnarlega og hann hafði ætlað sér, nokkuð sem átti eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar. Þrátt fyrir skíði, hunda, véltæki og hesta enduðu Bretarnir á að ganga á tveimur jafnfljótum á Suðurpólinn og draga sleðann á eftir sér.

19.oktober lagði Amundsen við fjórða mann af stað með 52 hunda og 4 sleða.
1. nóvember lagði Scott af stað með fjórum mönnum og sleða. Hann ákvað ekki fyrr en daginn áður hvaða menn hann ætlaði að taka með sér, og ákvað á síðustu stundu að bæta fimmta manninum við þó að allar birgðir voru reiknaður út miðað við fjóra.
Scott fór troðnar slóðir, leið sem Shackleton hafði farið 1909 og komist á 88°s
Amundsen for alveg nýja leið og þurfti að klífa fjöll og fara yfir mjög erfiðar jöklasprungur en hafði líka sléttur á leiðinni þar sem þeir gátu setið á sleðunum og látið hundana draga sig á fleygiferð. Suðurskautslandið er hæsta heimsálfan og Suðurpólinn er í 3000 metra hæð. Svo fjallaklifur með sleða og hunda var innifalið í pakkanum.
14. desember voru þeir komnir á leiðarenda.

Þeir setja norska fánann niður og keyra stóra hringi og merktu til að vera viss um að hin raunverulega póll væri inni. Þeir skildu eftir lítið tjald og eitthvað af dóti til að létta sleðann og lögðu fljótlega af stað heimleiðis.
Heimferðin gékk mjög vel og þeir keyrðu fram hjá birgðastöðunum sínum vegna þess að þeir þurftu ekki á þeim að halda. 500 kg af vistum var skilið eftir og þegar þeir stigu á vigtina í lokin kom í ljós að þeir hefðu bætt á sig þrátt fyrir gríðarlegt líkamlegt álag.
25. janúar voru þeir komnir aftur i Framheim með 11 hunda. Skipulagið gekk fullkomlega upp. Ferðin tók 99 daga en áætlunin hljóðaði upp á 100.
Skipið Fram var komið til að sækja þá og 30 janúar yfirgáfu Amundsen og co Suðurskautslandinu og sigldu til New Zealand til að tilkynna um afrekið. Þangað komu þeir 7. Mars.
Um þetta leyti var Scott og hans fjóra menn á leiðinni tilbaka frá Suðurpólnum.

17.janúar 34 dögum eftir Amundsen náði Scott á Suðurpólinn. Þar fann hann norska fánann, tjald og dót sem Amundsen hafði skilið eftir.
Þeir voru úrvinda og illa á sig komnir, frosnir og særðir og með mjög litlar birgðir. Þeir liðu næringarskorti. Þeir eyddu mikilli orku við að draga sleðann. Þeir svitnuðu meira og kólu þess vegna meira. Birgðir voru næringarsnauðari og af skornum skammti, Scott hafði bætt við einum manni í hópinn án þess að reikna með honum í matarbirgðunum. Amundsen og co átu ferskar hundakótilettur á leiðinni, höfðu súkkulaði og hafrakex bakað með geri sem var vítamínríkt á meðan Bretarnir drukku te og átu kex sem var bakað af hveiti og lyftiduft. Tveir af mönnum Scott dóu á heimleiðinni.
Á endanum voru eftir þrír menn, Scott, Wilson and Bowers. Þeir gáfust upp 18 km frá síðasta depot, skriðu ofan í svefnpokana sína og lögðust til hinstu hvíldar. 29.mars var síðasta dagbókarfærsla Scott, en hann skrásetti ferðina ítarlega.
Amundsen og félögum var fagnað sem þjóðhetjur við komuna til Noregs.
En ekkert hafði spurst til Scott og næsta vor var farið í leiðangur til að komast að afdrifum hans og hans manna. Það var kannski táknrænt að það var gamli skíðakennarinn þeirra, Trygve Gran, sem var fremstur í flokki og kom auga á tjaldið þeirra 19 nóvember 1912, eða um ári eftir að Amundsen komst á pólinn. Leitarmenn felldu tjaldið yfir líkunum þremur og gerðu kross af skíðum Gran og setti yfir. Hluti af eigum þeirra tóku menn með til byggða, m.a. dagbók Scotts.

Siðasta dagbókarfærslan hljóðaði svona: for Gods sake take care of our people, í guðsbænum hugsið um fjölskyldur okkar.
Heimsbyggðin stóð á öndinni þegar fréttist um afdrif Scott og félaga. Viðbrögðin í Bretlandi líktust hýsteríu svipað þeirri sem greip um sig þegar Díana prinsessa lést. Scott varð ein helsti hetja Breta yfir nóttu, hann þótti hafa dáið hetjudauða. Styttur voru reistar af honum út um allt og mikið fjármagn safnaðist til fjölskyldanna.
Scott var kannski ekki góður leiðtogi en hann var frábær penni og dagbókin var gefin út og mikið lesin.
Seinni tíma rannsóknir óháðar hetjuímyndum hafa bent á miklar rangfærslur og hálfsannleika í bókinni – Scott er búa til varnarrit um sjálfan sig og gerðir og ákvarðanir sínar. Og sumir vilja meina að ef hann hafði komist aftur til byggða hefði hann þurft að mæta fyrir herrétt fyrir að stofna líf manna í hættu með vankunnáttu og slæmum ákvörðunum.

Amundsen varð bitur þegar hetjuímynd Scotts náði tökum á heiminum og sumir létu jafnvel að því liggja að ferð Amundsen hafi verið leikur einn og hann hafi verið heppinn en Scott bara svona ótrúlega óheppin með veður.
Þessi orð hans eru fleyg:
Seier venter den som har alt i orden – Hell kaller man det.
Nederlag er en absolutt fölge for den som har forsömt å ta de nödvendige forholdsregler i tide – Uhell kalles det.
Sigur bíður þeirra sem eru með sitt á hreinu – það vilja menn nefna heppni.
Ósigur er afleiðing þess að hafa ekki gerð nauðsynlegar ráðstafanir – það vilja menn nefna óheppni.

Hvernig sem á það er litið er á Suðurpólnum í dag stór rannsóknarstöð sem heitir Amundsen – Scott research center og er rekin af Bandaríkjamönnum. Þar vinna um 200 manns á sumartímann en yfir veturinn þegar frostið getur farið niður í -74°C eru þarna 40-50 vísindamenn. Stöðin hefur sennilega aldrei skipt meira máli en í dag þegar rannsóknir á loftlagsbreytingum eru mikilvægar og heimskautslöndin eru bestu rannsóknarstofur í þeim efnum.

Leave a Reply

Discover more from Lyse øyeblikk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading