Lyse øyeblikk

Peter Clines: 14

14-preview-2

Nei takk, sama og þegið.

Ég keypti þessa bók fyrir jólin og hlustaði á hana á nóttunni. Hljómaði spennandi fyrirfram.
Bókin fjallar um íbúa í blokk dauðans. Aðalpersónan, Nate, flytur í húsið og tekur fljótlega eftir því að ekki er allt með felldu í húsinu. Hann byrjar að leita skýringa og fær með sér aðra íbúa – og sífellt undarlegri hlutir koma í ljós.

Titill bókarinnar, 14, bendir á íbúð nr 14 sem er nokkurs konar stjórnstöð í húsinu – eins og kemur í ljós.

Hugmyndin er óvitlaus og höfundinum tekst  framanaf að byggja upp spennu og skapa forvitni lesandans. Hugmyndafluginu er virkjað og maður reynir að sjá fyrir sig hvaða skýringar geti verið á yfirnáttúrulegum fyrirbærum og hvort íbúarnir eru allir þar sem þeir eru séðir.

En svo verður söguþráðurinn sífellt fjarstæðukenndari, lopinn er teygður og 20 blaðsíður fyrir lok sögunnar er mér orðið svo sama um fólkið að ég nenni varla að lesa bókina til enda. Það eru ekki góð meðmæli.

Ég elska SciFi, en er kreðsin. Þetta er B-bók að mínu mati og ekki til að eyða tíma í.

Um höfundinn.

Comments are closed.