Lyse øyeblikk

Mulligatawny

Kjúklingasoð
Setjið vatn í stóran pott og kryddið með heilum pipar, lágviðarlaufum og gulrótum. Gott er líka að nota steinseljubúnt og sellerirót (ekki of mikið af því þó!). Skellið tvo frosna kjúklinga útí þegar suðan er komin upp. Fleytið froðann af og látið sjóða á mjög vægum hita í 2 tíma. Takið kjúklingana upp úr, kælið og skerið kjötið í mátulega bita. Kælið soðið ef það er tími til, þá er auðvelt að fleyta fituna ofan af fyrir notkun. Síið.

Setjið 200 gr. grænum linsum í bleyti á meðan kjúklingurinn sýður. Skolið og sjóðið, annaðhvort sér eða útí súpuna. . Hægt er líka að nota soðin hrísgrjón eða grjón og linsur íbland.

Skerið 4 lauka í þunnar sneiðar. Mýkið í smjöri, ekki brúna. Setjið 2 msk af góðu karríi úti óg hitið vel ígegn.
Bætið sóðið útí og sjóðið í hálftíma. Hér er hægt að sjóða grjón og linsur með, eða sjóða það sér og bæta útí í lokin.

Bætið útí stóra dós af kókósmjólk og 1/4 l af rjóma/matreiðslurjóma. Saltið eftir smekk. Súpan á EKKI að vera sölt. .

Setjið út í súpuna grjón, linsur ef það hefur verið soðið sér og kjúklingakjöt. Hitið í gegn.
Rifið grænt og súrt epli og stráið matskeið af epli yfir hvern disk. Berið fram með brauði.

Hægt er að nota kartöflur í súpuna í stað hrísgrjóna. Upplagt að nota afganga af kartöflum kjúklingi og hrisígrjónum í þetta.

Comments are closed.