Lyse øyeblikk

FRÖNSK KJÖTSÚPA

400 g nautakjöt
2 msk matarolía
1 laukur
1 búnt steinselja
2 msk tómatmauk
1 tsk timian
salt og pipar
2 lárviðarlauf
2 dl rauðvín
8 dl kjötsoð
2 gulrætur
4 meðalstórar kartöflur
1 blaðlaukur
3 sneiðar beikon
2 hvítlaukslauf

Brúnið kjötið í olíunni. Saxið laukinn og steinseljuna með stilkunum. Bætið út í lauki, steinselju, tómatmauki, timiani, salti, pipar, lárviðarlaufi rauðvíni og kjötsoði og látið sjóða við vægan hita í 50 mínútur.
Flysjið kartöflurnar og skerið þær og gulræturnar í bita. Setjið í og látið sjóða í 5 mínútur.
Sneiðið blaðlauk og léttsteikið ásamt beikoni. Setjið í ásamt pressuðum hvítlauknum. Kryddið að vild. Stráið steinselju yfir.

Comments are closed.