Lyse øyeblikk

FRÖNSK KJÖTSÚPA

400 g nautakjöt
2 msk matarolía
1 laukur
1 búnt steinselja
2 msk tómatmauk
1 tsk timian
salt og pipar
2 lárviðarlauf
2 dl rauðvín
8 dl kjötsoð
2 gulrætur
4 meðalstórar kartöflur
1 blaðlaukur
3 sneiðar beikon
2 hvítlaukslauf

Brúnið kjötið í olíunni. Saxið laukinn og steinseljuna með stilkunum. Bætið út í lauki, steinselju, tómatmauki, timiani, salti, pipar, lárviðarlaufi rauðvíni og kjötsoði og látið sjóða við vægan hita í 50 mínútur.
Flysjið kartöflurnar og skerið þær og gulræturnar í bita. Setjið í og látið sjóða í 5 mínútur.
Sneiðið blaðlauk og léttsteikið ásamt beikoni. Setjið í ásamt pressuðum hvítlauknum. Kryddið að vild. Stráið steinselju yfir.

Comments are closed.

Discover more from Lyse øyeblikk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading