Lyse øyeblikk

Byrjenda- og lámarksmótið 2004

Ég fer fyrst í öldungamót og svo í byrjendamót. Er það ekki svolítið öfugsnúið?

Ég mætti á lágmarksmótið ein í kvennaflokki. Ég hafði engan til aðstoðar og þekkti engan. Ég hafði reyndar haft samband við Jens fyrir mótið og hann sannfærði mig um að það yrði ekkert mál að fá aðstoð ef ég þurfti þess með. Hann er nú líka alltaf svo indæll.

Kraftlyftingasambandið hafði haldið dómaranámskeið og kandidatarnir áttu að dæma mótið, sem prófverkefni sennilega. Meðal þeirra var María Guðsteinsdóttir. Við vorum einu konurnar á staðnum. Það var ekki slæmt að geta vigtað sig með kvendómara og losnað við strákana á meðan. Ekkert þyngdarvandamál í þetta sinn. Ég vigtaði 73,4 og fór síðan og fékk mér hamborgara.

Þegar ég mætti á staðinn var tekið vel á móti mér, allir brosandi og svolítið forvitnir að vita hver þessi norska kerling væri. Gaman að því. María gaf mér góð ráð og bauð mér að koma á æfingu með sér. Það fannst mér vel boðið og ég ætla að þiggja það alveg hiklaust. Hún er sterkasta konan á landinu nú um stundir og getur örugglega sagt mér allt sem ég þarf að vita.

Ég gaf upp byrjunarþyngdir 105 + 60 + 130. Ég hafði enga tilfinningu fyrir dagsformið.

Svo var hitað upp. Það er frekar þröngt í horninu og mér leið svona svolítið eins og ég hefði lent inn í fílahjörð eða vísundatroðning þegar stóru strákarnir komu æðandi. Pínu mannalæti í þeim! Sem betur fer voru líka nokkrir í léttari flokkum som voru að hita upp í þyngdum ekki ósvipaðir mér. Þar var m.a. mættur aftur Jón Gunnar som var með á öldungamótinu. Gott að sjá einhver andlit sem ég hafði séð áður.

Mótið hófst stundvislega klukkan 3 og ég var fyrst af stað. Ég sveif á næsta mann og bað hann um að hjálpa mér að vefja fyrir hnébeygjuna. Það reyndist vera Kári Elíson, margfaldur meistari. Hann brást vel við og tók mig eiginlega algerlega upp á arma sína og leiddi mig gegnum mótið. Hann gaf mér mörg góð ráð og hvatningu og reyndist betri en enginn. Hann fann meira að segja nýjan “p-blett” á mér. Þegar ég var að fara í eina lyftu kallaði hann eftir mér að hann hafði heyrt að norðmenn væru aumingjar og skoraði á mig að afsanna þann leiða orðróm. Er hægt að standast svona áskorun?

Ég tók 105 í beygju án vandkvæða. Fyrsta tilraun í 115 var of grunn. Ég hafði ætlað að taka 115 – 120 en þorði ekki annað en að biðja um 115 aftur. Ég var aftur grunn, en slapp fyrir horn og fékk lyftuna gilda 2-1. Það er ekki þyngdin sem er málið heldur dyptin. Ég verð að fara alveg niður á hækjur og er ekki búin að fá tilfinningu fyrir þessu. Það verður bara að æfa þetta betur. Svo verður maður sjálfsagt að fá sér brók. Þá þarf væntanlega að æfa dyptina alveg upp á nýtt aftur.

Ég tók 60 og 70 í bekk án vandamála. Svo bað ég um 75 en mistókst. Ég komst næstum upp en það vantaði herslumuninn. Það var algerlega mér að kenna, það var léleg lyfta. Línan var ok, en það vantaði alla spennu í líkamann og ég var einfaldlega ekki nógu einbeitt. Ég verð svo brjáluð þegar mér mistekst. Ef ég hefði haft reiðina í mér í lyftunni er aldrei að vita nema hún hefði farið upp.

Í réttstöðu byrjaði ég í 130, eins og ég endaði síðast. Það var ekkert mál. Ég fékk hrós fyrir stílinn, sem gladdi mig. Ég hugsa að réttstaðan sé mín grein, það hefur sína kosti að vera stutt í annan endann stundum. 140 var heldur ekkert erfitt. Ég lagði ekki í 150, enda orðin þreytt. En 145 fór örugglega upp. Ágæt lyfta alveg hreint.

Ég náði lágmarkinu auðveldlega. Markmiðið var að bæta árangurinn frá öldungamótinu og það tókst. 20 kílóa bæting. Nú eru 3 vikur í Íslandsmót og allir voru að mana mig í að mæta þar. Sjáum til.

Ég var að skoða heimasíðu kraftlyftingasambands Noregs. Ég byrjaði á því að ganga beint í 1. apríl-gildruna þeirra og fagna gífurlega að kraftlyftingar væri orðin ólýmpisk grein. Ég var miður mín þegar ég fattaði að þetta væri gabb. En ég tók gleði mína á ný þegar ég sá glæsilegu kvennasíðuna þeirra. Það er átak í gangi til að fá fleiri konur með í sportið. Gott mál. Ég fann líka æfingarprógram eftir Dietmar Wolf sem mig langar að prófa. Spennandi.

Comments are closed.