Lyse øyeblikk

Íslandsmót unglinga og öldunga 2004

Ég hafði hugsað lengi um að vera með á móti. Ég varð að láta verða af því, ég var búin að æfa það lengi að mig langaði til að fá einhverjar þyngdir skráðar á mig. Öldungamótið var framundan og ég uppfyllti aldurstakmarkinu og rúmlega það.

Um leið og ég var búin að ákveða og tilkynna að ég yrði með, leið mér eins og ég hefði pantað mína eigin hengingu eða ætti frátekið sæti í rafmagnsstólnum. Ég er frekar spéhrædd kona, og tilhugsunin um að ég, þessi virðulega frú (eða þannig..) ætti að standa fyrir framan fólki í einhverjum asnalegum stuttubuxum og rembast undir stöng fannst mér ekki góð. Ég sá fyrir mér allt sem gæti hugsanlega komið fyrir. Ég myndi detta á rassinn eða fá stöngina í hausinn eða ekki einu sinni geta klárað mótið, eða kannski med svo hlægilegum þyngdum að ég þyrfti að ganga með hauspoka það sem eftir væri.
Ég ákvað að hætta þessum órum og drífa í að undirbúa mig. Ég ætlaði að gera þetta og ég ætlaði að standa mig.

Ég sá að ég þurfti að fá leiðbeiningar frá lyftingarmönnum um lög og reglur og að ég þurfti að æfa á keppnisgræjur.
Við Jónsi færðum okkur yfir í Gym80. Bóndinn tók vel á móti okkur, horfði á mig lyfta og sagði að þetta væri alveg handónýtt. Reyndar sagði hann  það ekki neitt, en horfði á mig með svo skeptískum augum að ég í mínu viðkvæmu ástandi þóttist heyra hann segja það. Allt í lagi, hugsaði ég, ég skal sko sýna honum að ég geti lyft! Ég er ekki viss um að mér hafi tekist að sannfæra hann, en ég lagði mig svo míkið fram við að reyna það að ég lærði heilmikið á því. Til þess var líka leikurinn gerður.

Eftir því sem d-day nálgaðist var ég hætt að hafa áhyggjur og farin að hlakka til. Ég var spennt að vita hvernig þetta færi allt fram og hvernig ég myndi pluma mig við þessar aðstæður. Mér leið eins og hrein mey sem væri að fara gera eitthvað í allra fyrsta sinn, eitthvað sem strákarnir sögðu væri æðislega gaman og ég ætti endilega að prufa …….

Svo var það þyngdin. Ég hafði skráð mig í 75 kg flokki en var svolítið yfir þegar ég steig á vigtina. Svolítið vel yfir. Shit, skyndimegrun. Aðhald í hádegi og aðhald á kvöldin og skokk og gönguferðir með hundinn kvölds og morgna. Hann hefur aldrei fengið jafnmikla hreyfingu blessaður. Ég var ekki örugg fyrr en á síðasta degi og lofaði sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur.

Ég mætti í vigtun. Gerðu svo vel, inn í karlaklefann og úr fötunum! Strákar, halló … ég er kona .. halló .. sjáiðið bara … Nei, nei, það virtist fara alveg fram hjá þeim. Ef hugmyndin væri að láta okkur flétta okkur klæðum inni á mitt gólf í karlaklefa Gym80 hefði mátt gefa smá fyrirvara. Þá hefði ég getað mætt í sérpöntuðu undirfötunum mínum og haldið smá show.. You guys i skipulagsnefndinni, þarna er bætingarmöguleiki!

Jónsi, minn klettur og vinur var mættur mér til trausts og halds. Hann var sárlasinn en lét það ekki á sig fá. Og ekki nóg með það, heldur mæta Sæa og Stína líka. Tvær traustar vinkonur sem aldrei hafa á  kraftlyftingarmót komið og sjálfsagt hafa ekki skilið nema hluta af því sem fram fór. En eru stoltar af mér fyrir að taka upp á þessu á gamals aldri. Manni hlynar um hjartarætur. Reyndar voru allir mjög sætir og hjálplegir fram úr hófi, mér leið eins og heima hjá mér.

Ég byrjaði í 100 + 60 + 120 og endaði í 110 + 70 + 130.

Ég man sama og ekkert frá mótinu. Það var eins og ég hafði misst meðvitund þegar ég fór í lyfturnar, skrýtin upplifun. Á æfingum er ég að vanda mig, vanda stöðu, línu, hraða, spennu – hugsa um það sem ég er að gera. Þarna var öll hugsun farin út í veður og vind. Eina sem ég tók eftir voru skipanir dómarans, allt annað var horfið. Skrýtið! Það hefði getað kviknað í húsinu án þess að ég hefði tekið eftir því. Og að ég hefði áhyggjur af hvernig ég tæki mig út í asnalegu stuttbuxunum eða hvort einhver væri að horfa á mig? Ekki til í dæminu.

Ég var ánægð með að hafa klárað mótið og fengið löglegar lyftur í öllum greinum. Dyptin var vandamál í beygjunum og síðasta deddið var glatað. Ég var sennilega orðin þreytt og missti einbeitinguna. En þetta var skemmtileg reynsla og ég fór strax að hugsa um næsta mót. Þá ætla ég sko að bæta mig ..

Nokkrar umræður spunnust vegna ríkisfangs mins. Mér skilst að engin íslandsmet séu skráð í mínum flokki, svo allar lyfturnar hefðu skráðst sem met ef ég hefði verið íslensk. Menn reyndu að gera mig að landráðsmanni og breytast í íslending í hvelli, en það verður sjálfsagt ekki fyrr en í næsta lífi. Ég fékk samt verðlaun, glæsilegan bikar sem kom skemmtilega á óvart.
Ég fór með hann í vinnuna og setti á áberandi stað í hillu. Það er mynd af brjáluðum lyftingarkappa í miðri réttstöðulyftu á bikarnum. Ef nemendur eru með eitthvað múður er nóg að benda á bikarinn og hnykla sig aðeins – þá fellur allt í ljúfa löð. Bara að grínast

Comments are closed.

Discover more from Lyse øyeblikk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading