Tungumál er færni, ekki svo mikið kunnátta. Eins og smíðar eða fótbolti. Þetta er ég alltaf að segja nemendum mínum.
Þú getur haft mikla þekkingu um fótbolta. Þú getur lesið 100 bækur um fótbolta. Þú getur kunnað nöfnin í öllum byrjendaliðum Chelsea frá upphafi. Þú getur verið prófessor í fótbolta. það þýðir ekki endilega að þú sért neitt sérstaklega góður í fótbolta.
Fótboltaspil er nefnilega ekki þekking, það er færni. Og færni öðlast menn bara með því að æfa og stunda það sem um ræður. það er eins með tungumál, m.a. norska. Þú lærir ekki norsku í eitt skipti fyrir öll og svo kanntu það. Þú þarft að stunda norskuna, æfa hana reglulega.
Það þýðir ekki fyrir Eið Smára eða Ronaldo eða hver sem er að mæta á æfingu og segja: ég þarf ekki að æfa, ég KANN að spila fótbolta. Það er auðvitað rétt hjá honum. Hann KANN alveg að spila fótbolta. Það er bara ekki málið. Ef hann mætir á æfingu með þetta attitude verður hann fljótlega settur út af liðinu.
Á sama hátt þýðir ekkert fyrir nemendur að koma til mín og segja: Gry, ég þarf ekki að gera þetta verkefni, ég KANN alveg norsku. Vissulega kanntu norsku, en ég er viss um að ef þú gerir verkefnið og sendir mér það get ég bent þér á marga hluti sem má bæta, margar leiðir til að gera verkefnið ennþá betra. Ef þú tekur það til greina eykur þú þína færni í norsku. Og það er það sem málið snýst um.
25/05/2013 at 11:45
Skemmtilegir pistlar hjá þér. Og bravó. Takk fyrir skýra framsetningu og já. Skemmtileg orðaval. Gaman að lesa yfir bloggið þitt. Jeg er nemlig en Islending, bosått i Oslo, som har aldri lært seg noen Norsk og lurer på hvad man trenger egenligt til å bli flytende i språket – ditt morsmål. Tror jeg er lidt nærmere nu da jeg har gått gjennom en eller to spalter frå deg. Ha en god dag 🙂