Ég er trúuð. Ég myndi segja að ég væri heittrúuð. Þó ég viti ekki alveg hver andstæðan er. Volgtrúuð? Eða kannski köldtrúuð?
Ég hef oft lent í því að menn hafa hæðst að minni trú, jafnvel að mér persónulega fyrir að trúa. Ég hef oft lent í því að menn hafi vanvirt það sem mér er heilagt. Samt bý ég í landi sem á að heita kristið.
Þetta er meiðandi. Mér hefur þó aldrei dottið í hug að fara og kveikja í húsi viðkomanda, eða hóta að myrða börnin hans. Einhvernveginn finnst mér það ekki vera málstað mínum til framdráttar. Ég hef kosið að gera orð Krists að mínum: Faðir, fyrirgefðu honum, því hann veit ekki hvað hann gerir.
Minn Guð er ekki háður mér um að verja sig. Hann er sá sem hann er, burtséð frá því hvernig mennirnir láta. Ef maður pissir á krossinn til að sýna kristnum lítilsvirðingu er það ekki Guði til minnkunnar, það er manninnum til minnkunnar. Og þar sem það særir aðra er það ljótt.
Hin æðsta guðlast í kristinni trú er að koma illa fram við náungann.
Allt það sem þið gerðuð einum af mínum minnstu bræðrum hafið þið gert mér, segir Kristur. Matt. 25.40. Ef við viljum vanvirða Guð skulum við hrækja á náungann, lemja hann, hóta honum og skemma fyrir hann.
That is the ultimate blasphemy.