Lyse øyeblikk

Zorro eða Color by Numbers

Ég for í bío í gær, sem er ekki á frásögum færandi ..
en ég ætla samt að færa það í frásögu.

Ég fór að sjá Zorro, The Legend of.
Mér finnst Zorro flottur karakter. Hann hefur ymislegt fram yfir Spiderman og Superman, að ég tali nú ekki um The Incredible Hulk.
En nú verð ég að spyrja mig hvað hefur vakað fyrir framleiðendum þessarar myndar. Var það kannski að komast í Guinnes´s book of Records? Þeir ættu að eiga góða möguleika í flokknum: Myndir með flestum klisjum.

Látum nú vera að við höfum fengið góðan skammt af manni á prjónandi hesti sýnt í útlínu með tunglið sem bakgrunn.
Það er upphaflega Zorro-klisja, svo það verður auðvitað að vera í alvöru Zorro-mynd.

En hversu oft þurfum við að sjá litla strákinn sem fyrirlitur pabba sinn fyrir það að vilja ekki taka þátt í slagsmálum þangað til í enda myndarinnar að pabbinn loksins sýnir sitt rétta andlit og fer að berja nærstadda með spýtum, bjórflöskum, ísexum og öðru tiltæku við mikinn fögunð stráksins sem tekur gleði sína á ný. “Það var þá allt í lagi við pabba þrátt fyrir allt. Hann er alvörupabbi, hann lemur fólk!”
Sálarheill barnsins er borgið. Ofbeldið gengur í beinan karllegg.

Hversu oft þurfum við að hlusta á karlinn sem elskar konuna og börnin sín heitar en lífið sjálft. Fjölskyldan er honum allt. Hann bara má ekki vera að því að standa í veseninu sem þessu fylgir, being busy saving the world and doing important stuff…
Hversu oft þurfum við að sjá konuna fara frá honum til að það renni upp fyrir honum ljós, þau sættast aftur, hann mætir á einn foreldrafund áður en skyldan kallar og hann þarf að fara og bjarga heiminum aftur og konan í closeup segir: Farðu bara, þú verður að vera sá sem þú ert. Ég skal sjá um heimilið, elskann.

Hversu marga góða kalla þarf að skjóta í brjóstið, þar sem fyrir er kross, sheriff-stjarna, þykkt veski eða Biblía sem stoppar kúluna?

Hversu margar konur þurfum við horfa upp á hlaupandi um í aðskornum flegnum kjólum úr tefloni, sem hvorki drulla, grasgræna eða annað kusk festist á?

Hversu margir spæjarar þurfa að forða sér út á gluggasyllur?

Hversu margir karlmenn þurfa að detta klofvega á staur úr mikilli hæð svo við getum fengið closeup af krosseygðu andliti hans og heyrt alla stráka í salnum stynja?

Hversu marga karla þurfum við sjá koma fljúgandi gegnum gluggagler?

Hvers vegna þarf að lemja vondakallinn í feisið með skóflu 500 sinnum? Er ekki nóg að gera það 250 sinnum?

Þessi mynd var alltof löng og allt of klisjuð. Fallega útfærð svo sem, en algerlega geld.
Eins og málverk colored by numbers. Það hefði mátt vera undirtitill myndarinnar.

Comments are closed.