Allt sem Guð hefur gefið mér
gróður jarðar, sólar sýn,
heiðan og víðan himininn
af hjarta ég þakka og bið:
Lifandi Guð, lifandi Gúð, láttu mig finna þig.
Allt sem Guð hefur að mér rétt
á sinn tíma, ræður för.
Stríðandi öflin steðja að
og stundum ég efast og bið:
Lifandi Guð, lifandi Guð, láttu mig finna þig.
Allt sem Guð hefur á mig lagt
er mér ljúft að glíma við,
taka í sátt og tefla djarft
og treysta um leið og ég bið:
Lifandi Guð, lifandi Guð, láttu mig finna þig
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson / Sigurður Flosason