Lyse øyeblikk

Til þin, Drottinn hnatta og heima

Til þín, Dróttin hnatta og heima
hljómar bæn um frið.
Veittu hrjáðum, hrelldum lýðum
hjálp í nauðum, sekum grið.
Þegar skjálfa skorðuð fjöllin
skeika flest hin dýpstu ráð,
lát oss veika fá að finna
fasta bjargið, þína náð.

Bjartir englar betri heima
biðjið fyrir oss.
Þú, sem fyrir þjáða bræður
þyrnukrýndur barst þinn kross,
lát oss við hann fá að finna
friðarathvarf, líknarskjól.
Miskunn veit oss, mönnum sekum,
mikli Guð, við dómsins stól.

Páll V.G.Kolka / þorkell Sigurbjörnsson

Comments are closed.

Discover more from Lyse øyeblikk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading