Lyse øyeblikk

Nordisk 2010

1 Comment

Það er gaman að prófa nýja hluti.

Nú hef ég prófað að vera liðstjóri landsliðs.

Hljómar kúl, en felst aðallega í að skutla mönnum hingað og þangað, sækja vatn og mat, skrá upplýsingar og skrifa undir allskonar skjöl, þurrka svita og bera töskur. Njósna um keppinauta og hvetja sína menn.

Norðurlandamótið 2010 í kraftlyftingum og bekkpressu átti að fara fram í umsjón míns norska félags, Odin SK, í Bergen. Stutt að fara.
Mér fannst ómögulegt annað en að stefna þangað liði.´
Úr varð að við skráðum 3 stráka og 3 stelpur.
Örlögin gripu samt þannig inn í að á endanum urðu keppendur bare þrír, aðstoðarmenn þrír, og liðs- og bílstjórinn einn. Yours truly.

Ég lagði húsið mitt undir landsliðið eftir samkomulagi við Torbjörn og Christine sem leigja neðri hæðina.
Kristján ætlaði að koma með út. Hann á afmæli 27.ágúst eins og Waldemar, vini okkar, og nú átti aldeilis að halda upp á með sameiginlegu partý dauðans. Smá fýla kom í mannskapinn þegar fréttist að ég yrði upptekin á þingi NPF á sjálfu afmæliskvöldinu, en ákveðið var að vinna sér út úr því á jákvæðninni.
Örlögin gripu samt aftur inn í. Afmælisbarnið fékk heiftarlega flensu og var ekki ferðafær, og Waldemar fékk úrskurð lækna um að hann væri í bráðri lífshættu vegna hjartasjúkdóms og var settur efstur á uppskurðarlistann.
Ekkert partý þar.
Bömmer!

Jæja, mín fór samt til Noregs, gékk frá ýmsum málum og bjó um rúmin fyrir Maríu, Klaus, Auðunn og Frey sem voru væntanleg með næstu vél. Lára & co höfðu fengið gistingu hjá sínum vinum.

Veðrið var, eins og oftast i Bergen, glæsilegt. Ég dreif landsliðið strax í smá skoðunarferð til að dreifa hugann og sýndi þeim heimslóðirnar stolt og glöð. Asköy er góð blanda af sveitarómantík og hátækni. Risa borpallar og skipasmíði og lömb í haga. Það er alltaf áhugavert að skoða heimili sitt með augu annara.

Á heimleiðinni var komið við í búð þar sem keyptur var lagerinn af hafragrjónum, eggjum og kjúklingabringum.

ÚRSLIT: https://results.kraft.is/meets/2010

One thought on “Nordisk 2010

  1. I all tthe time used to read paraagraph in news ppapers but now as I am a user of internet
    therefore from now I am using net for articles, thanks to web.

Leave a Reply