Lyse øyeblikk

Kvöldskóli fyrir karlmenn

Kvöldskóli fyrir karlmenn

Hvert námskeið er 10 vikur og lýkur með skriflegu prófi.
Nemendur fá viðurkenningarskjal í lok námskeiðsins, sem þeir geta framvísað á alþjóðlegum markaði.

Námskeiðsnr: Námskeiðslýsing Haldið
015501 Hvernig á að smyrja brauðsneið án þess að setja elhúsið á hvolf.
Skref fyrir skref, sett fram á myndrænan hátt
Mánudaga 17.00-18.30
015402 Klósetpappír, er það satt að maður eigi sjálfur að setja nýja rúllu á klósettpappírshaldarann?
Verkleg æfing á verkstæðinu
Þriðjudaga 18.00-20.00
035603 Á að lyfta klósettsetunni áður en maður pissar? Er mögulegt að pissa án þess að hitta gólf, veggi eða setuna?
Verklegar æfingar
Mánudagar 18.30-20.00
035604 Grundvallarmunur á baðherbergisgólfinu og þvottakörfunni
Mynda-, ferla- og skipurita –  sýning
Föstudaga 16.30-21.30
035605 Er mögulegt að vera góður elskhugi til lengri tíma litið? Farið verður í grundvallarmuninn á milli ”einnarnæturgamans” og innhaldsríks kynlífs.
Þetta námskeið er í 3 þrepum. ”Það þarf meira en tippi til” ”Tímasetning og alúð í verki” ”Konur elska með öllum kroppnum”.  Skriflegt próf og meðmæli ”ástkonu” eru nauðsynleg til að færast á milli þrepa.
Mánudaga 17.30-19.00
052206 Tilvistarkreppa – hefur þú tapað betri helmingnum af sjálfum þér?
Stuðningshópar og heimsóknir til íþróttamanna sem hætt hafa að leika.
Laugard. 19.00-20.30
072407 Lært að leita að hlutum
Byrjað verður á því að fara í gegnum hvar hlutir eru geymdir vanalega og stress- og öskurviðbrögð æfð.
Leikþættir og raunverulegar lífsreynslusögur
Miðvikud. 18.00-21.00
025408 Að gefa konunni blóm og tylligjafir hefur ekki skaðleg áhrif á heilbrigðið.
Sett fram í mynd- og hljóðformi
Föstudaga 17.00-20.00
011709 Heilbrigðir menn spyrja til vegar þegar þeir villast
Gestafyrirlesarar og dæmi frá raunveruleikanum
Miðvikud. 19.30-21.00
102210 Konan undir stýri. Er mögulegt að sitja rólegur og hreyta ekki í  hana ókvæðum í föstudagsumferðinni
Bílhermir
Mánudaga 18.30-20.00
101811 Hugsum í víddum
Farið verður í grunnmismuninn á milli mömmur og kærustu/konu
Handbók og hlutverkaleikir.
Þriðjudaga 20.00-21.00
171513 Hvað er samhengið á milli leikja í ensku deildinni og merkisdaga í fjölskyldunni?
Gerð persónulegra samhengiskorta og ”Til hamingju…”æfingar
Þriðjudaga 18.00-19.30

 Skráningarblað

Nafn:

Hjúskaparstaða:

Ár frá því að foreldrahúsum var yfirgefið:

Fyrri kunnátta:

Ryksuga                                          Ná í börnin

Uppvask                                          Ná í börnin á réttum tíma

Þvottur                                            Grunnfærni í innkaupum

Búa um rúm

Leiðbeinendur munu hafa samband við umsækjendur, til ráðleggingar um hvaða námskeiðaval og hvaða stig hentar einstaklingnum

Námskeiðshaldarar

Comments are closed.

Discover more from Lyse øyeblikk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading