500 – 700 g kartöflur, soðnar og afhýddar
1 laukur
4 tómatar, vel þroskaðir
2 msk olía
2 – 3 cm bútur af engifer, saxaður smátt
2 tsk karríduft
1 tsk turmeric
1 tsk kúmen
salt
1 sítróna
2 dósir kjúklingabaunir
200 – 300 g spergilkál
söxuð kórinanderlauf
Skerið kartöflurnar í fremur stóra bita. Saxið laukinn smátt og skerið tómatana í bita. Hitið ólíuna í potti og látið laukinn karuma í henni í nokkrar mínútur. Bætið svo tómötunum og öllu kryddinu út í, kreistið safann úr sítrónunni saman við og hrærið vel. Bætið kjúklingabaununum í pottinn ásamt vökvanum úr annarri dósinni, setjið kartöflurnar út í og látið malla í um 10 mínútur. Snyrtið spergilkálið, skiptið því í litla kvisti og skerið stönglana í þunnar sneiðar, stejið það svo út í o glátið malla í 5 – 7 mínútur í viðbót. Smakkið, bragðbætið eftir þörfum og stráið söxuðu kóríanderlaufi yfir. Gott með naan-brauði.