Lyse øyeblikk

NAMMIKAKA

220 g Peter Pan extra crunchy hnetusmjör

2 dl Lyle´s golden syrop
1 dl kókosmjöl
1 dl sykur
1 tsk vanilludropa
1 litri Kellogg´s kornflögur
300 g Sírius Konsum súkkulaði

Hnetusmjör, syrop, kókosmjöl og sykur er brætt í potti við hæfilegan hita. Vanilludropum og kornflögum er bætt út í og hrært vel saman við. Því næst er ofnskúffa eða annað form af hentugri stærð þakið bökunarpappír og blandan sett í. Líklega er best að nota matskeið til að dreifa úr blöndunni jafnt í forminu og þrýsta þá vel á svo kakan verði sem þéttust í sér. Að lokum er súkkulað brætt í potti og jafnað yfir kökuna. Þegar það hefur storknað er kakan tilbúin.
Skerið í bita sem verða ca. 5x5x1,5 cm á stærð.

Comments are closed.