Lyse øyeblikk

ÍM 2012

Originally posted by at ÍM 2012

Ég var á Íslandsmótinu í kraftlyftingum um daginn, sem er ekki í frásögum færandi.
Ég ætla samt að færa það í frásögn.

Mér finnst gaman að skrifa smá hjá mér, og ennþá meira gaman að lesa það nokkrum árum síðar. Mér finnst t.d. afskaplega gaman að lesa mínar eigin hugsanir eftir að ég tók þátt í mínu fyrsta móti 2004.
Og hugsa um allt vatnið sem hefur runnið til sjávar á ekki lengri tíma og allt það …

En nú var ég ekki að mæta til að keppa. Heldur til að rita. Það er ekki síður áreynsla verð ég að segja.
Frá kl. 11 – 18.30 með athyglinni á fullu. Maður stendur upp og líður eins og maður hefur verið í 7 tíma löngu prófi. Það er eins gott að klúðra ekki neinu og senda rangan mann heim með verðlaunabikarinn eða láta metalyftur fram hjá sér fara. Við Lára og Kári vorum sest kl. 10.30 og stóðum ekki upp fyrr en eftir kvöldmat.

Maður mætir ekki óundirbúin í svona starf. M.a. þarf að föndra meldingarmiða. Hver keppandi á að fá 9 + 2 = 11 miða. Þegar keppendur eru 50 þarf að klippa út 550 miða, raða og hefta. Ágætt með sjónvarpinu.

Ég sótti Maríu fyrir 8. Við ætluðum að vigta fyrstu hollin. Sagan af hennar fyrsta móti rifjaðist upp fyrir mér. Það var einmitt í Njarðvíkum og hún ferðaðist ein með töskuna sína í rútu. Heilmíkið ferðalag fyrir staka stúlku sem varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu með 125 kg í -60 kg flokki. Hún lét ekki ferðalagið stoppa sig. Hún lét það ekki stoppa sig að vera eina stelpan í hópnum. Hún hefur haldið áfram ótrauð og er nú reynsluboltinn sem leitað er til og innsti koppur í búri.

Í þetta skipti voru 12 konur skráðar til leiks, þar á meðal tvær mæðgur, og einhver hellingur af körlum á öllum aldri.
Heimamenn höfðu undirbúið mótið vel, en eins og alltaf lendir míkið á fáar hendur. Með fjölgun keppenda þarf að fjölga viljugu starfsfólki. Menn eiga að bjóða sig fram að fyrra bragði – ekki láta mótshaldara eyða dýrmætum undirbúningstíma í að ganga á eftir mönnum með grasið í skónum.

Spjóti heilsaði mér með “ömmu”-nafnbótina eins og venjulega. Og í þetta sinn átti það vel við þar sem ég á von á ömmustrák 19. apríl. Í pásunum gat ég æft mig á nærstöddum ungbörnum. Gulla var mætt með litla-trukkinn sem hefur erft sjarma mömmu sinnar og Elín með Jón sem er ekki lengur lítill (umkringdur systrum sem örugglega kaffæra hann í dekri) Blómstrandi með annað á leiðinni. Míkið hlakka ég til 19.apríl þegar við fáum einn lítinn í fjölskylduna.

Mótið rann vel ígegn. Gróttustelpurnar höfðu undirbúið sig vel. Fanney hélt áfram að brillera á bekknum. Hulda klúðraði beygjunum – þarf að æfa djúpt. Rósa náði tvistinum í þetta sinn.

Í karlaflokki mættu gamlingjarnir sterkir til leiks, sumir um langan veg – ótrúlega gaman að sjá þá taka þessu af fúlustu alvöru og keppnisskapi. Daði sýndi þvílíkum framförum og mætti ákveðinn í 140 kg í þriðju tilraun. Steinari tókst næstum því að klúðra beygjunum hjá sér. Ellert tókst næstum því að ná af honum deddmetið. Míkið drama. Arnþór og Ólafur koma sterkir inn. Massamenn fara vel með unglingana sína.
Dagfinnur sló í gegn með fínar bætingar og þannig mætti lengi telja.

Þeim sem á annað borð tókst að klára keppnina án þess að klaufast til að detta út bættu sig flestir umtalsvert.

Þrjú efstu sætin gáfu ekki long odds. Auðunn, Fannar og Júlían röðuðu sér þar upp með brosi á vör. Nokkuð vel á áætlun fyrir keppni erlendis.

En mótið færði mér heim sannin um að nú er mál að bæta þjálfaramenntun í landinu. Fræðslunefndin á verk fyrir höndum.

Líkamsþyngd Helga Briem krassaði svo úrslitagagnabankann og kostaði símtal til vefhönnuðinn í Noregi.
Langur dagur að kvöldi kominn.

Comments are closed.