Lyse øyeblikk

Behind Bars

Það er búið að taka handlóðin af föngunum á Hrauninu.
Það er nefnilega það.
Líkamsrækt, ekki síst styrktarþjálfun, er undirstaða heilbrigðis og vellíðunnar. Nauðsynleg öllum, ekki síst þeim sem eru á erfiðum stað í lífinu, t.d. í fangelsi. Andleg og líkamleg heilsa grundvallast m.a. á líkamsrækt og hreyfingu.
Yfirvöld, í þessu tilfelli fangelsisyfirvöld, bera ábyrgð á skjólstæðingum sínum og eiga að sjá þeim fyrir aðstöðu til að geta stundað slíkt.
Æfingar sem taka lítið pláss og er hægt að stunda innandyra er upplagt í fangelsum, s.s. lyftingar. Fram að þessu hefur þessi aðstaða verið fyrir hendi greinilega. Menn hafa getað lyft, jafnvel æft kraftlyftingar.

Hvað gerist?

Jú, enn einu sinni mæta vandræðamenn til leiks og tekst að koma óorði á þetta sport með steranotkun og ofbeldisiðkun. Enn einu sinni er íþróttin okkar nefnd í sömu andrá og handrukkun og lögbrot.
Ég hata þetta.

Kraftlyftingar er íþrótt sem er stunduð orðið í félögum víða um land. Allir sem vilja æfa þessa íþrótt á heilbrigðum og hreinum nótum eru velkomin í þau félög. Þá er ekki spurt um sakavottorð og fortíð.
En þeir sem þykjast vera íþróttamenn til að fá að æfa með það fyrir augum að geta gengið í skrokk á náungann verða útilokaðir.
Og eins og ætíð eru það hinir, sem eru saklausir og vilja byggja sig upp sem tapa.
Svona er réttlæti heimsins.

Comments are closed.