Lyse øyeblikk

Man on wire

Ég for í bío í gær með Stinu og Sæu. Þökk sé Grænum Biódögum í Háskólabíó.
Áhugaverðar myndir, ekki bara þetta venjulega Hollywood stuff.
Við sáum óscarsverðlaunamyndina Man on Wire. Um Phillipe Petit, línugöngukarlinn, sem gekk á línu milli turnana tvo í New York (blessuð sé minning þeirra)

Undarleg mynd um undarlegan mann. Hann fékk þessa áráttu í hausinn sem krakki að hann ætlaði að gera þetta. Þá var ekki einu sinni búið að byggja turnana.
Það þurfti að skipuleggja atburðinn eins og um meiriháttar bankarán var að ræða. Að koma tonn af græjum óséð upp í báða turnana, strekkja vírinn eftir allra eðlisfræðilegum reglum og leggja svo lífið að veði.

Þetta er sjálfhverfasta manneskja sem ég hef séð.
Enda sátu vinir hans eftir með sárt ennið þegar giggið var afstaðið.
But it was a beautiful heist

Comments are closed.