Lyse øyeblikk

Stóra hummerlimmumálið

Það er búið að vera míkill uppgangur og lúxusvæðing á Íslandi undanfarin ár. Margir hafa fengið míkið fé í hendurnar einhvernveginn og verið óhræddir við að sýna það. Allt í einu voru til miljónamæringar í landinu, menn sem ferðuðust í einkaþótum, keyptu sér ensk fótboltalið og létu Elton John syngja fyrir sig í afælinu sínu.

Allt í einu var allur almenningur sem ferðuðust með Iceland Express, horfðu á enska boltann í sjónvarpinu og hlustuðu á Elton John í útvarpinu orðið fátæka fólkið.

Stéttaskipting hefur lengst af verið lítil á Íslandi, og nú reyndi allur almenningur að jafna stéttarmuninn með því að haga sér eins og ríka fólkið eftir bestu getu. Ef getan var lítil var tekið lán. Maður gæti þó að minnsta kosti ferðast til London á Saga Class og farið á leikinn og á tónleika með Elton. Eða farið til London til að hlusta á Stuðmenn.

Menn vildu gjarnan fá smjörþefinn af því hvernig var að vera ríka og fræga fólkið – og eitt af því sem íslendingar höfðu séð ríka og fræga fólkið úti í heimi gera var að ferðast um í limmum. Allt í einu var farið að flytja til landsins limmur. Stærsta limman var hummerlimman. Hummerlimmuinnflytjandinn var gott dæmi um hinn bjartsýna íslenska athafnamann.
Og hann virtist hafa nóg að gera. Nú var enginn maður með mönnum nema stíga út úr limmu fyrir utan skemmtistaðinn eða bjóða dömunni akstur heim í limmu. Og þá auðvitað með kampavín í annari og vindil í hinni.
En nýjabrumið fór af þessu eins og öðru. Af hverju leigja limmu eins og pöpulinn ef þú ættir efni á að KAUPA limmu eða annan lúxusbíl og ráða einkabílstjóra?
Fljótlega voru það bara almúgufólkið á leið á árshátíð eða vinkonuhópur í gæsapartí sem létu sjá sig í limmu.

Og skólakrakkar.
Grunnskólakrakkar.

Dagný er í 10. bekk og fór á sína síðustu árshátíð í Hólabrekkuskóla í dag
Míkið var fyrir haft og í lagt í hárgreiðslu, negluskrauti, augnháralengingum, fatavali m.m.
Og limmu.
Það þýðir auðvitað ekki að halda árshátíð án þess að fara í limmu með stelpunum. En fleiri skólar héldu árshátíð sama kvöld og hummerlimman var upptekin. Nú voru góð ráð dýr. Eini tíminn sem hægt var að fara í limmuferð var um miðja nótt, eftir löglegum útivistartíma og löngu eftir að árshátíðin sjálf var yfirstaðin.
En limma skyldi það vera. Það var meira að segja búið að brenna diskinn sem átti að spila í limmunni því að “tónlistinn í limmunum er svo léleg”.

Klukkan að verða hálf þrjú í nótt kom mín heim af limmurúntinum.
Alsæl. Búið að afgreiða málið með glans.

Comments are closed.