Lyse øyeblikk

Endless war 3

Ég er engin spilakona, á tölvum þeas.
Börnin mín tvö eru forfallaðir WoW-arar og reyna stundum að fá mömmu gömlu til að prufa, en algerlega án undirtekta af minni hálfu. Ekkert hljómar eins óspennandi í mínum eyrum og að sitja stjörf fyrir framan skjá og reyna að kála einhverri norn eða ófreskju í cyberspace.
No-way-Jose.
Ég er meira svona tetris/majongh-manneskja. Rólegt og saklaust gaman 🙂
Og stundum, t.d. þegar ég bíð eftir að suðan komi upp á kartöflunum, fer ég á leikjanet.is og spila bubbles. Ég skammast mín ekkert fyrir að játa það.

Á leikjanet.is eru allskonar leikir, en sá eini sem höfðar til mín er Bubbles enda er hann lang vinsælastur.
Þeir eru alltaf með einn leik sem verið er að promota hverju sinni. Leikur dagsins.
Í dag var það leikurinn Endless War 3.
Um hann segir svo skemmtilega: Snilldar herleikur hér á ferð, veldu þér stríð og byrjaðu að lifa þig inní harmleikinn.

Er það bara ég, eða er eitthvað athugavert við það að börn eyði frítíma sinum í að
1) velja sér stríð
2) reyna að lifa sig inn í harmleikinn

Ætli þetta sé vinsæll leikur á Gazasvæðinu?

Comments are closed.