Með Jesú byrja ég, með Jesú vil ég enda,
og æ um æviveg hvert andvarp honum senda.
Hann er það mark og mið, er mæni’ eg sífellt á.
Með blessun, bót og frið hann býr mér ætíð hjá.
Ef Jesú ég æ hef, um jörð eg minna hirði,
um heimsins glys ei gef og glaum hans einskis virði.
Mitt bætir Jesús böl, mér byrðar léttir hann.
Ef hann á hjá mér dvöl, mig hrella neitt ei kann.
Af allri sál og önd mig allan þér ég færi,
mitt hjarta, tungu’ og hönd þér helga’ eg, Jesús kæri.
Ó, tak það, Guð minn, gilt, og gef ég æ sé þinn.
Gjör við mig sem þú vilt, þinn vilji æ sé minn.
Ziegler – Sb. 1886 – Valdimar Briem