Lyse øyeblikk

Mma Afrika

Það fór þá aldrei svo að ég fengi ekki að heyra og sjá Miriam Makeba live.

Mér fannst heiður að fá að vera í sama húsi og hún.
Að vera í návist þessarar femme formidable og vita um allt sem hún hefur gengið í gegnum og afrekað á sinni löngu ævi.

Hún er orðin 74 ára og þetta voru hennar síðustu tónleikar.
Hún átti erfitt með gang, en gat dillað sér og blikkað forsetanum á fremsta bekk eins og unglingsstúlka.
Þegar hún talaði var eins og hún hafði enga rödd, en þegar hún byrjaði að syngja var þvílíkt páver í henni.

Með henni var hljómsveit færra manna frá allri Afríku.

Höllin var full af fólki sem stóð upp í lokin og stappaði og klappaði.

Saguguka sathi beka nantsi, pata pata.

Comments are closed.