Ég kom til Íslands 1975, akkúrat tímanlega til að upplifa kvennafrídaginn 24. oktober. Það var merkilegur dagur og vakti mikla athygli víða um heim. A potent statement.
Nú, 30 árum síðar, eru konur enn í sömu sporum.
Og nú á að halda annan “kvennafrídag”, allar konur út á götu til að ganga frá Skólavörðustíg og niður á Lækjartorg. Cover-version af einhverju sem var flott fyrir 30 árum.
Nei takk, mér finnst það fyrir neðan mína og annara kvenna virðingu.
Tími kröfuganganna er liðinn, 30 ára saga sýnir að það þýðir ekki að gera kröfur.
Sagan sýnir að frelsi og jafnrétti er ekkert sem hægt er að krefjast, ekkert sem þú vonar/biður/krefst að einhverjir aðrir (karlmenn??) gefi þér.
Frelsi og jafnrétti verða konur að SÆKJA. Sækja, með tilheyrandi fórnum, óþægindum, þjáningu, staðfestu – kannski með valdi.
Við gerum það ekki með því að labba frá Skólavörðustíg niður á Lækjartorg.
Til hvers að SÝNA samstöðu á 30 ára fresti. Er ekki kominn tími til að NOTA samstöðuna?