Fyrirgefning.
Þetta er kjarnaorð í kristinni. Fyrirgefning syndanna.
Það stendur í sumum, hef ég orðið vör við, að Guð skyldi bjóðast til að fyrirgefa allar syndir.
Enda ekki skrýtið. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir og trúa á Guð sem fyrirgefur allar syndir. Ha?
Hvað með morðingja? Nauðgara? Barnaníðinga?
Er hann að fyrirgefa svona fólk? Veit hann ekki hvað við erum að tala um? Veit hann ekki hvers konar fólk þetta er?
Ég skil vel að menn skyldi hneykslast á svona Guði. Allar syndir?
Nei, sama og þegið, ég get ekki treyst Guði sem býður fyrirgefningu fyrir svona fólk.
Ég tek ekki sjensinn á að lenda í himnaríki með nauðgurum og barnaníðingum.
Látið hann tala við mig, svo skal ég segja honum hverjum hann ætti að frelsa. Og hverjir eiga annað skilið.
Svo ég geti sagt honum hvernig mér finnst hann ætti að vera.
Svo ég geti búið til Guð – eftir minni mynd.
Þegar manni er farið að finnast að Guð er of rausnarlegur held ég maður ætti að horfa í spegilinn.