Lyse øyeblikk

Grænn kjúklingur

6 vorlaukar saxaðir
1-6 græn chili, fræin fjarlægð
2 hvítlauksrif
1 msk engiferrót
1 msk kóríanderfræ mulin
pipar og salt
hálf lúka af límónulaufum rifnum
sítrónugras
ferskur kóríander með stönglum, saxað
3 msk extra virgin oliveoil
börkur og safi úr 4 límónum

Allt sett í matvinnsluvél/blender og maukað.

Kjúklingabringur, bein og skinnlausar skornar í fernt eru maríneraðir í maukinu í allt að klukkutíma. Teknar upp og pönnusteiktar í ca 4 mínútur. Þá er maukið hellt yfir ásamt 400 ml af kókósmjólk. Látið malla á vægum hita þangað til bringurnar eru gegnsoðnar. Saltað og piprað eftir smekk.
Má líka bragðbæta með pístasíuhnetum.

Comments are closed.