Lyse øyeblikk

Joh.18,38

„Hvað er sannleikur?“ spurði Pílatus eins og frægt er orðið.

Þetta er nútímaleg spurning.

Hvað er sannleikur?

Í dag – með uppgjör eftir efnahagshrun – þar sem blöðin flytja manni sífellt nýjar fréttir af samfélagsstyttum og –stoðum á brauðfótum og svindl og svínarí bak við slétt og íburðamíkil yfirborð, er spurningin áleitin sem alltaf.
Er þetta allt í plati?
Eru þetta tómar lygar?
Er ekki hægt að treysta neinu?

Hvað er sannleikur?
Er hann yfirleitt til?
Per se?

Það er þreyta og uppgjafartónn í spurningunni. Svona spyr veraldarvanur maður, sá sem þekkir heiminn og hefur séð allt. Sem hefur glatað sakleysi sínu. Það vottar fyrir kaldhæðnistóni.

Hvað er sannleikur?

Þá stígur fram annar maður og segir fullum hálsi: Ég er sannleikurinn! SannleikurINN.

Það er nefnilega það ….

Þá vitum við það og þurfum ekki lengur að eyða tíma í að leita hans.
Er sannleikurinn til? Svar: Ja
Hver er hann? Svar: Jesus
Nú má leggja þreytuna, uppgjöfina og kaldhæðnina til hliðar.

Málið dautt!

Comments are closed.