Góðar, finnst mér.
Heilsusamlegar? Tja ..
50 gr þurrger á móti 5 dl vökva
Blandið 50 gr þurrger í ca 1,5 l þurrefni
Það má vera hvað sem er:
hafragrjón, heilhveiti, hveitikím, hveitiklíð, hafragrautur, fræ af öllu tagi, rúgmjöl … you name it.
Hvítt hveiti eða spelt er gott að hafa með. Því meira af því, því betur loðar deigið saman.
En það er auðvitað smekksatriði …
Hitið 5 dl vökva upp í 40°C
Það má vera vatn eða mjólk. Sjálfsagt má nota te, djús eða súrmjólk líka.
Út í á að fara ca dl af olíu. Það má vera hvítlauksolía eða kryddolía.
Blandið útí og hnoðið vel. Bætið hveiti í þar til deigið er mátulega þétt og loðir vel saman.
Látið lyfta sér vel á hlýjum stað.
Hnoðið aftur. Mótið í bollur. Penslið með vatni. Má strá rifnum osti eða fræjum ofaná.
Steikið neðarlega í ofni á 200°C.
Borðið.