Bóndabeygjur

Hver bað um rifinn vöðva í læri?
I needed that lika hole in my head.
Ég ætla aldrei aftur að meiða mig svona. Tíu fingur upp!

Nú var ég búin að vera í nauðugu æfingarbanni meira og minna frá nóvember fram í apríl/maí.
Nú var nóg komið!

Ég var búin að taka framförum í bekknum reyndar, enda eina greinin sem ég gat æft.
Í deddinu var ég farin að geta staðið í báðar lappirnar og togað.
En í beygjunni fannst mér ég vera á byrjunnarreit. Hún var svo sem aldrei upp á marga fiskana hjá mér.
Nú var tækifæri að byrja að æfa beygjunni rétt frá grunni, vinna sig upp hægt og rólega með almennilegri tækni.

Hér dugar ekkert minna en að fá heimsmeistara til að leiðbeina sér, hugsaði ég og flétti upp undir H í gulu síðunum.
Mér til míkils léttis fann ég þar einn slíkan.
Heimsmeistari öldunga 2005. Jón Gunnarsson. Bóndinn. Öll alhliða þjálfun.
Hljómaði sannfærandi.
Við mæltum okkur mót.

Og hvert er helsta vandamálið í beygjunni? spyr hann.
Jú sko.
Fyrst er það gripið. Ég get ekki komið mér saman um hvar ég á að festa gripið á stönginni.
Hægra öxlin er svo viðkvæm að hvernig sem ég held kemur spenna í henni og það er mjög slæmt.
Sérstaklega í ljósi þess að næsta grein er bekkurinn þar sem ég þarf á öxlinni að halda!
Svo er það stangarstaðan. Hvar á ég eiginlega að hafa stöngina á bakinu?
Ég hef alltaf verið með hana á hnakkanum, en það segja mér fróðir menn sé ekki gáfulegt.
Síðan er það lappastaðan. Hversu gleitt á ég að standa? Svona? Eða kannski svona?
Svo er það auðvitað dýptin. Aðalvandamálið.
Með öðrum orðum – ég þarf að skoða þetta frá A til Ö.

OK segir hann og nær sér í kaffibolla. Á greinilega von á langri lotu.

Byrjum frá byrjun. Gripið.
Reyndu að halda mjög vítt. Eins og stóru strákarnir gera. Þá minnkar spennan.
Ég reyni. Þetta er auðvitað alveg hræðilega vont, en reyndar léttara á öxlinni, það er satt.
Ég held áfram að reyna. Þetta er kannski ekki svo vitlaust after all.
Vont en það venst.
Stöngin færist sjálfkrafa neðar á bakið við þetta.
Hrikalega er það nú óþægilegt. Mér finnst ég vera að missa hana.
Í sjötta repsi er ég farin að halla mig ískyggilega fram.
Líkaminn myndar öfugt S, ég hef fundið upp harmónikkustílinn, einhvers konar blanda af squat og good mornings.
Réttu úr þér kerling!
Jájá góði, það er nú hægara sagt en gert. Mér finnst stöngina vera að hrynja af bakinu á mér.
Ok, færðu hana þá aðeins ofar. Þetta verður í lagi. Með tímanum finnur þú rétta staðinn, það myndast sylla á bakinu á þér.
WHAT?
Myndast sylla á bakinu? Á ég eftir að breytast í hunchback?
Og hversu lengi verður hún að myndast? Mér liggur á!
Er kannski hægt að láta búa hana til? Fá inplants á bakið?! Láta búa til eina netta litla syllu úr siliconi?
Ég hef alltaf verið frekar á móti siliconi. En það mætti hugsa sér ……
Og þó. On second thought, maybe not.

Framundan er mikil vinna. Ég ætla að ná þessu á endanum.
Þó það verði mitt síðasta verk.

%d bloggers like this: