Jesus on the line

Auglýsing símans hefur vakið athygli. Ég verð að viðurkenna að ég skellti upp úr þegar ég sá hana. Mér finnst hún fyndin. Mér finnst Jón Gnarr fyndinn, ég fíla hans húmór.

Spurningin er samt ekki hvort þetta sé fyndið heldur hvort þetta sé góð auglýsing.
Síminn fer af stað með nýja söluherferð með Jesús í broddi fylkingar. Ég veit það ekki, einhvernveginn finnst mér það ekki hæfa, þetta er þrátt fyrir allt maðurinn sem rústaði sölubásana í musterinu. Ég get tekið undir með biskupi að þetta er ósmekklegt. Ef ég væri forstjóri símans væri ég ekki sáttur við að hafa eytt svona miklu fé í smekkleysu. Vill síminn láta bendla sig við guðlast?

Er þetta guðlast?
Ef Gnarr hefði castað Spámanninn í aðalhlutverki og haft t.d. Osama hinum megin á línunni er ekki víst að hann hefði verið til frásagnar í dag. Ekki miðað við fyrrum viðbrögðum múslíma við svona uppákomum. Kristnir menn hafa meira þol, eða kannski bara meiri húmór.
Lærdómurinn held ég menn geta dregið: finnið eitthvað annað en allra helgustu hluti mannkynsins til að prómótera dótið ykkar.

%d bloggers like this: