Lyse øyeblikk

Ólafur Sigurgeirsson

Leave a comment

Látinn er í Reykjavík maður sem ég þekkti sama og ekkert. Ég hitti hann kannski svona tíu sinnum, ef þá það. Þess vegna skil ég ekki af hverju andlátsfregnin var svona míkið kjaftshögg. Ég vankaðist.

Kannski var það vegna þess hvað það var óvænt. Ég sá hann síðast á íslandsmótinu um daginn. Við ritaraborðið eins og venjulega, færandi miðana sína fram og tilbaka, haldandi uppi reglu og skipulagi í hita leiksins. Ordnung muss sein.

Kannski var það vegna þess að þá sjaldan ég hitti hann var það við tækifæri sem skipti mig miklu máli. Tengt lyftingum.

Hver svo sem ástæðan er, er mér eftirsjár í þessum manni sem ég þekkti sama og ekkert. Ég hefði viljað taka í hendina á honum og þakka fyrir góða viðkynningu áður en hann fór.

Hann sýndi mér einu sinni mynd af sér við veiðar. Einn á báti, úti á vatni einhverstaðar í óbyggðum.
– Þar líður mér alltaf best, sagði hann í auðheyrðri einlægni. – Þar er svo friðsælt.

Ég vona að hann finni aftur sama frið á veiðilendunum miklu.
Blessuð sé minning hans.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s