Lyse øyeblikk


Takako – minningarorð

Kæru vinir Takako.

Barátta.

Lítið blóm brýst í gegnum snjóinn
Vorið kemur
Og sólin skín.

Laxinn syndir á móti straumnum
Kemst upp ána
Og hrygnir

Krían flýgur milli heimskautanna
Í hlýrra veður
Og til baka

Baráttan er í eðli allra hluta
Átökin hefjast
Og þeim lýkur

Þetta eru orð Indriða Inga Stefánssonar, samstarfmanns Takako og fylgdu kveðju frá vinnufélögum. Þetta er baráttukveðja. Takako var óttalaus kona, hún óttaðist ekki baráttuna og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hún elskaði fjölskyldu sína og hún elskaði lífið. Henni fannst það þess virði að berjast fyrir. Continue reading


Takako – minning

Takakó Inaba Jónsson, minning.

GHEA50UKÍ fyrra kom hingað til lands vinsæl japönsk sjónvarpskona til að taka upp efni um Takako fyrir þáttinn sinn. Henni fannst það í meira lagi frásagnarvert að japönsk kona skyldi hafa sest að í þessu afskekkta landi. Takako var líka merkileg kona sem átti heima bæði í fjölmenninu hjá japönsku stórþjóðinni, og í fámenninu á Íslandi. Hún var heima bæði í Tokyo og Vík í Mýrdal. Þetta gaf henni mjög einstakt sjónarhorn á marga hluti. Continue reading